Skilmálar

Afhendingartími

Afhendingartími er að jafnaði 2–4 virkir dagar frá því að pöntun berst og greiðsla hefur verið staðfest. Vörur eru póstlagðar næsta virka dag og sendar með Íslandspósti eða Dropp, eftir því sem við á.

Sendingarkostnaður 

Sendingarkostnaður leggst við pöntun áður en greiðsla fer fram. Hægt er að velja um sendingu á næsta pósthús / Dropp stað eða heimsendingu upp að dyrum. Verðskrá fyrir sendingar fer eftir verðskrá flutningsaðila. Sendingarkostnaður fellur niður ef verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira. Viðskiptavinur ber ábyrgð á að skrá rétt heimilisfang við pöntun. Boðið er upp á fría heimsendingu á Akranesi. 

Greiðslur 

Hægt er að greiða með kreditkorti, VISA, Mastercard Maestro og American Express - með innstimplun kortanúmers eða með Apple Pay.

Einnig er hægt að greiða með Aur, Netgíró eða millifærslu. 

Pöntun er ekki staðfest fyrr en greiðsla hefur borist.

Verð 

Garnikó áskilur sér rétt til að hætta við viðskipti ef rangt verð hefur verið gefið upp vegna prentvilla eða annarra mistaka. Öll verð í vefverslun eru birt með virðisaukaskatti en sendingarkostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram. Ef vara reynist ekki til á lager verður haft samband við viðskiptavin og boðin endurgreiðsla eða önnur vara í staðinn.

Verð geta tekið breytingum án fyrirvara vegna verðbreytinga birgja, breytinga á innflutningsgjöldum og/eða virðisaukaskatti.

Öll verð eru birt með fyrirvara um innsláttar- og prentvillur.

Skil á vörum 

Viðskiptavinir Garnikó hafa 20 daga til að skila vörum sem keyptar hafa verið með því skilyrði að varan hafi ekki verið notuð og sé í upprunalegu ástandi. Skilafresturinn hefst þegar varan er afhent og kvittun þarf að fylgja með við skil. Kostnaður við að skila vörunni, þar á meðal sendingarkostnaður, er greiddur af viðskiptavini. Hafa þarf samband við Garniko á netfangið garniko@garniko.is ef skila á vöru.

Ef upp kemur galli í vöru sem keypt er hjá Garnikó býðst viðskiptavinum annað hvort ný vara, afsláttur eða endurgreiðsla, allt eftir því hvað hentar best miðað við aðstæður og eðli gallans. Réttindi einstaklinga sem kaupa vörur í eigin þágu falla undir lög um neytendakaup nr. 48/2003, en kaup fyrirtækja og einstaklinga í atvinnuskyni lúta lögum um lausafjárkaup nr. 50/2000.