Woolfolk og Ovis 21

Woolfolk og Ovis 21

Woolfolk og Ovis 21

Þegar maður sest niður með prjónana og garn frá Woolfolk finnur maður strax að þetta er eitthvað sérstakt. Það er þessi ótrúlegi mjúkleiki – sá sem minnir helst á kasmír.
Með hverri lykkju ertu að taka þátt í samspili manna og náttúru sem nær langt út fyrir verksmiðjuna.

Saga Woolfolk-ullarinnar hefst ekki í verksmiðju heldur í víðáttum Patagóníu, þar sem vindurinn leikur um sléttuna og kindurnar ganga frjálsar. Þar starfar Ovis 21 – hreyfing sem hefur sett sér markmið um að snúa við þeirri þróun sem hefðbundinn landbúnaður hefur skilið eftir sig. Í stað þess að nýta landið þar til það þverr, vinna bændur innan Ovis 21 að því að endurheimta það – að gera jörðina lifandi aftur.

Þeir beita endurheimtandi landbúnaði, þar sem jarðvegur, gróður og dýr vinna saman í jafnvægi. Með því að fylgjast náið með breytingum á jarðvegi, vatnsbúskap og líffræðilegum fjölbreytileika eftir EOV-stöðlum tryggja þeir að land og dýr dafni.
Markmiðið er ekki aðeins að framleiða ull – heldur að skilja landið eftir í betra ástandi en það var áður.

Ullin sem kemur úr þessum sléttum er einstök. Trefjarnar bera með sér gæði sem aðeins náttúran getur skapað – fínleika, hlýju og mjúkleika sem erfitt er að lýsa en minnir helst á kasmír - prófaðu bara.

Woolfolk hefur tekið skýra afstöðu: að vinna einungis með ull frá Ovis 21.
Þannig tryggja þau bæði há gæði og ábyrgð – virðingu fyrir dýrunum, bóndunum og jörðinni sem allt hefst á. Fyrirtækið gefur 1% af hverri seldri hespu til baka til Ovis 21, til að styðja áframhaldandi endurheimt jarða í Patagóníu.

Þegar þú prjónar úr garninu frá Woolfolk ertu því ekki bara að skapa eitthvað fallegt.
Þú ert hluti af stærri hreyfingu – þeirri sem læknar jörðina, lykkju fyrir lykkju.