Stílhreint handbragð og lifandi upplifun
Hæ, ég heiti Rakel Rósa og er tveggja barna móðir frá Akranesi, Hugmyndin af Garnikó kviknaði út frá ástríðu minni fyrir prjóni og lönguninni til þess að skapa rými fyrir innblástur og lifandi upplifun.
Ég byrjaði að prjóna árið 2020 og hef verið með eitthvað á prjónunum síðan. Þetta áhugamál hefur gefið mér svo mikið meira en bara fallegar flíkur og aukahluti, ég hef kynnst einstaklingum á öllum aldri, notið mín í sköpun, náð að slaka á í ótrúlega skemmtilegum félagsskap og hlotið leiðbeiningar frá yndislegum konum sem hafa svo sannarlega kennt mér margt.
Hér á Garnikó finnur þú einungis garn og aukahluti sem valdnir hafa verið af kostgæfni og standa undir kröfum Garnikó en Garnikó stendur fyrir gæðum, hlýju og framsækinni nálgun
Sjáumst á förnum vegi - nú eða á heimakynningum.